Skip to content

Skólahald í Seljaskóla – 21. janúar 2022 – föstudagur

Kæra Seljaskólasamfélag!

Seljaskóli opnar klukkan 8:00.

Við getum ekki boðið upp á ávexti á morgnana í þessari viku. Við leggjum áherslu á að nemendur borði góðan morgunmat áður en þeir mæta í skólann og taki með sér ávöxt/grænmeti fyrir millimál á morgnana.

 

Á morgun föstudaginn 21. janúar 2022

  • 1. bekkur – við bjóðum upp á viðveru í skóla til 13:40. Í árganginn vantar tvo kennara og verður því ekki hefðbundið skólastarf.
  • 2. bekkur – kennsla samkvæmt stundarskrá
  • 3. bekkur – kennsla samkvæmt stundarskrá
  • 4. bekkur – kennsla samkvæmt stundarskrá
  • 5. bekkur – kennsla samkvæmt stundarskrá
  • 6. bekkur – kennsla og viðvera milli  8:30 – 11:10
  • 7. bekkur – kennsla samkvæmt stundarskrá (stakir tímar geta fallið niður)
  • 8. bekkur – kennsla samkvæmt stundarskrá (Heimilisfræði fellur niður hjá smiðjuhóp kl. 8:10)
  • 9. bekkur – kennsla samkvæmt stundaskrá – Valgreinarnar Fyrirtæki og hönnun, Heimilisfræði og Áhrifavaldar falla niður.
  • 10. bekkur – kennsla samkvæmt stundaskrá – Valgreinarnar Fyrirtæki og hönnun, Heimilisfræði og Áhrifavaldar falla niður.

Vegna stöðunnar í starfsmannamálum þá gætu stakir tímar fallið niður. Við erum enn á þeim stað að skipulag skólastarfs miðast við einn dag í senn.

Ákvarðanir um skólastarf í Seljaskóla eru teknar í samráði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og  Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins.