Skip to content

Skólahald í Seljaskóla 19. janúar 2022

 

Kæra Seljaskólasamfélag!

 

Við vonum að sú kæling sem hefur verið síðustu daga í Seljahverfi hafi skilað árangri og fækkað smitum hjá nemendum og starfsmönnum. Við erum enn að fá fréttir af smitum og sóttkví nemenda en við því má búast áfram. Stór hópur starfsmanna er í einangrun og vantar yfir 20 til starfa og verður staðan þannig fram eftir vikunni.

Við getum ekki boðið upp á ávexti á morgnana í þessari viku. Við leggjum áherslu á að nemendur borði góðan morgunmat áður en þeir mæta í skólann og taki með sér ávöxt/grænmeti fyrir millimál á morgnana. Skólinn opnar klukkan 8:00.

 

Á morgun miðvikudaginn 19. janúar 2022

  • 1. bekkur – við bjóðum upp á viðveru í skóla til 13:40. Í árganginn vantar tvo kennara og verður því ekki hefðbundið skólastarf.
  • 2. bekkur – kennsla samkvæmt stundarskrá
  • 3. bekkur – kennsla samkvæmt stundarskrá
  • 4. bekkur – kennsla samkvæmt stundarskrá
  • 5. bekkur – kennsla samkvæmt stundarskrá
  • 6. bekkur – mætir ekki í skólann. Kennarar bjóða upp á klst. kennslu á neti
  • 7. bekkur – kennsla til 11:50
  • 8. bekkur – kennsla samkvæmt stundarskrá
  • 9. bekkur – kennsla til 12:00 – hádegismatur verður ekki í boði fyrir 9. bekk
  • 10. bekkur – kennsla samkvæmt stundarskrá (stakar kennslustundir gætu fallið niður)

 

Valgreinar á unglingastigi falla niður

Við gerum okkar besta til þess að nemendur geti snúið til baka þó er ljóst að kennslan geti raskast og skipulag skólastarfs miðast við einn dag í senn.  Ákvarðanir um skólastarf í Seljaskóla eru teknar í samráði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins.