Skip to content

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna hefur verið haldin í um 30 ár. Keppnin er fyrir nemendur í 5. – 7. bekk en hún fer þannig fram að nemendur senda inn hugmyndir og þeir sem koma í úrslit  mæta og vinna hugmyndir sína áfram. Vegna heimsfaraldurs var ekki hægt að halda þann hluta keppninnar í ár.

Engu að síður komust þrjú verkefni frá Seljaskóla áfram í úrslitin og vann Svanhvít, sem var í 6. bekk Seljaskóla til verðlauna.

Hér er lýsing á verkefnum þeirra  fengið frá heimasíðu https://nkg.is og mynd sem var tekin af þeim Rakel, Elíönu og Öldu við skólaslit Seljaskóla þar sem þær tóku á móti viðurkenningu fyrir verkefnið.

Samfélagsbikar NKG

Svanhvít Sunneva Kristínardóttir í 6. bekk Seljaskóla, hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi samfélagslega nýsköpun, með hugmyndina Depression. Hún hlýtur að verðlaunum 25.000 kr. gjafabréf í ELKO ásamt viðurkenningarskjali, undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni, Forseta Íslands

Lýsing hugmyndar: Forrit sem sendir manni tilkynningar og ábendingar, til að gera “daginn þinn bjartari“.
Kennari Svanhvítar er Eiríkur Hansson.

___________________

Rakel Sara Þórisdóttir  7. bekk  Seljaskóla komst í úrslit með verkefnið  Dósalokari 

___________________

Elíana Júlía Erlendsdóttir og Alda Sif Jónsdóttir í 6. bekk Seljaskóla komust í úrslit með verkefnið sitt  NEON