Skip to content

Skólaslit!

Þá er enn eitt skólaárið liðið og í dag kvöddum við nemendur okkur út í sumarfríið þegar Seljaskóla var slitið í 41. sinn.  Þetta ár er búið að vera öðruvísi en við kveðjum það með þakklæti og gleði fyrir að eiga svona góðan mannauð sem við köllum Seljaskólaliðið! Nemendur, starfsfólk og foreldar.  Með hverri reglugerðinni vegna heimsfaraldurs sem kom í vetur þurfti að hugsa skólastarfið upp á nýtt og við horfum á börnin okkar sýna ótrúlega aðlögunarhæfni við síbreytilegum aðstæðum og æðruleysi þegar fella þurfti niður eða breyta viðburðum sem rík hefð er fyrir.

Í gærkveldi útskrifuðum við 10. bekk og þökkum þeim fyrir áratuga samveru hér í Seljaskóla og hlökkum til að fá fréttir af þeirra sigrum í lífinu. Hver veit nema við eigum eftir að fá þau aftur í Seljaskólaliðið í framtíðinni.

Inn á heimasíðu Seljaskóla https://seljaskoli.is/skolinn/skoladagatal/ hefur skóladagatal næsta skólaárs verið birt, með fyrirvara um samþykki Skóla – og frístundaráðs.

Við óskum ykkur gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá ykkur aftur í ágúst!

Kveðja, Skólastjórnendur