Skip to content

Skólaslit í Seljaskóla 10. júní!

Kæru foreldrar!
Skólaslit Seljaskóla

Útskrift 10. bekkjar verður kl. 18 þann 9. júní í Seljakirkju, póstur hefur þegar verið sendur á
forráðamenn útskriftanemenda okkar.

Skólaslit 1. til 9. bekkjar verður fimmtudaginn 10. júní. Þrátt fyrir að höft almannavarna hafi verið rýmkuð er okkur ráðlagt að halda ekki samkomur þar sem erfitt er að tryggja fjarlægð milli fólks. Því eru það eingöngu nemendur sem mæta á skólaslitin í ár. Skólaslit taka tæpa klukkustund, nemendur mæta í heimastofur og koma í röð með kennurum sínum upp í Ask þar sem Seljaskóla verður slitið.

Nemendur fara síðan aftur niður í stofur og kveðja kennara sína.

Árgangar mæta sem hér segir:
1. – 3. bekkur kl. 9:00
4. – 5. bekkur kl. 10:00
6. – 7. bekkur kl. 10:30
8. – 9. bekkur kl. 11:00

Vitnisburður er birtur á Mentor.is, póstur með leiðbeiningum hefur verið sendur á forráðamenn.

Kveðja, skólastjórnendur