Skip to content

Vorferðir

Þessa síðustu  daga hafa nemendur Seljaskóla verið á ferðinni og notið útiveru og samverunnar.

2. bekkur fór í rútuferð upp á Kjalarnes, sum þeirra urðu hissa þegar þeir áttuðu sig á að fjallið væri Esjan, sama Esjan sem er falleg (eins og í lagi Bríetar) sem hún er, líka í návígi. Á Kjalarnesinu við Klébergið fóru nemendur í fjöruferð og borðuðu nesti í útistofu sem er þar, þeir kíktu á róluvöll hverfisins og fengu grillaðar pylsur. Úr hverfinu fórum við í gönguferð að Skrauthólum og bjuggu nemendur sér til töfrasprota  og skiptu við hópinn sem byrjaði morguninn þar.  Börnin voru mörg hver afar fróð um fugla, gróður og dýr sem við sáum á leið okkar yfir daginn og að vaða í sjó og hoppa yfir öldur sem koma að landi er heilmikil upplifun.  Sumir sáu sel, æðarfugl, lóu, spóa, kríu, máva, tjald, sóleyjar, fífla og biðurkollur, gleymmérei, þara, og fallega steina. Einn nemandi sagðist þó ekki hafa séð hrossagauk en í því sem hann lauk við setninguna heyrðum við í honum úr suðri og sáum stuttu síðar.

Sælugaukurinn er í suðri og því megum við eiga von á sælu sumri.

Takk fyrir daginn 2. bekkur.