Skip to content

Ræningjar og ráðrík frænka sáust í Seljaskóla!

Mikið var gaman að lauma sér í Bláber á miðvikudagskvöldið og sjá uppfærslu Seljaskólakórsins á Kardemommubænum. Vilborg Þórhallsdóttir á veg og vanda að þessari sýningu með aðstoð Óla Stef. sem hefur kennt 3. bekk í vetur.  Það er frábært að sjá hugmyndir nemenda okkar gripnar á lofti og framkvæmdar.
Einnig ríkti mikil gleði að mega loksins safnast saman (innan takmarkana þó) og njóta listarinnar.

Takk fyrir Seljaskólakór!