Skip to content

Borgarafundur með fulltrúum L.Á.N skólanna.

Nemendur í 7.  og 8. bekk og valgreinum hafa  í vetur tekið þátt í samstarfsverkefninu LÁN, listrænt ákall til náttúrunnar. Afrakstur verkefnisins var sýnt í Hafnarhúsinu í tengslum við Barnamenningarhátíð nú í apríl en á Menntastefnumóti Skóla- og frístundasviðs má finna erindi um verkefnið.

19. maí  sátu tveir fulltrúar úr 7. bekk, Sölvi Þór Jörundsson Blöndal og  Þórdís Lilja Jóhannesdóttir  borgarafund með Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Þar gafst þeim m.a. tækifæri til þess að spyrja umhverfisráðherrann spurninga um stöðu Íslands í umhverfismálum.

 

 

 

Hér eru nokkrar af þeim flottu spurningum sem börnin lögðu fyrir ráðherrann og hann svaraði þeim af mikilli virðingu.
 • Hvernig hafa loftslagsbreytingar áhrif á líffjölbreytileikann á jörðinni?
 • Erum við Íslendingar að menga mikið miðað við önnur lönd s.s. brenna olíu og bensín?
 • Er ekki sniðugt að hafa rafmagnsbíla mun ódýrari í innkaupum en bensín/díselbíla?
 • Við íslendingar þurfum ekki að nota svona mikið af bílum. Í Vesturbæ þar sem við búum og erum í skóla er gjarnan mikil mengun vegna bílaumferðar og suma daga geta börn ekki leikið sér úti vegna mengunar. Hvernig getum við nemendur og þið stjórnvöld hvatt fólk meira til að ganga, hjóla eða taka strætó?
 • Hvernig geta börn og fullorðnir unnið saman í að vekja athygli á umhverfisvænum umbúðum og hvernig það getur breytt miklu fyrir okkur í framtíðinni?
 • Hvað getur Ísland gert til að minnka plastnotkun? Og Telur þú að Ísland nái að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030?
 • Hvað geta nemendur gert til að draga úr mengun til framtíðar?
 • Hvernig getur maður fengið fólk til að hugsa betur um náttúruna og hætta að henda rusli?
 • Er ríkisstjórnin að plana að styðja grænmetisbændur jafn vel, eða betur, en bændur sem rækta kjöt?
 • „Hvað ert þú að gera til að stoppa mengun “ ?
 • Er ekki hægt að láta skemmtiferðaskipin sem koma til landsins nota raforku þegar þau liggja í höfnunum í staðin fyrir olíu sem mengar
 • Við erum búin að vera að vinna verkefni um hvernig við getum bætt líffræðilegan fjölbreytileika í Reykjavík. Við erum búin að rannsaka hvaða plöntur myndu auka magn skordýra og fuglalíf. Við erum búin að komast að því að til dæmis berjarunnar laða að skordýr á sumarin og fuglalíf á haustin því hljómar okkar spurning svona:; getur þú beitt þér fyrir því að vinnuskólar víðsvegar um landið taki að sér að láta krakka vinna við að gróðursetja plöntur, í stað þess að rífa upp arfa? Því að það myndi stuðla að auknum líffræðilegum fjölbreytileika.