Skip to content

Seljaskóli tekur þátt í Barnamenningarhátíð

 

Kæru aðstandendur barna í Seljaskóla!

Við viljum bjóða ykkur sérstaklega að koma á sýningu á listaverkum barnanna ykkar í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi og Kjarvalsstöðum núna um helgina til mánudags 17. – 19. apríl. Þá daga verður sýningin einungis opin fyrir listafólkið unga og fjölskyldur þeirra – og frítt inn á hana. Frítt verður fyrir fullorðna í fylgd með börnum fyrir alla frá þriðjudegi 20. apríl til sunnudags 25. apríl. Missið alls ekki af þessu – þetta er dásamlega sýning.

Sýningin er afrakstur samstarfs vísindafólks, listafólks, kennara og barna í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík. Börnin hafa lært um náttúruna og skapað mögnuð listaverk undir leiðsögn listafólks.

Listrænt ákall til náttúrunnar (LÁN) er þverfaglegt þróunarverkefni á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Því er ætlað að skapa samtal á milli náttúrufræði og listgreina í menntun barna. Lögð er áhersla á að börnin kynnist málefnum náttúrunnar á skapandi og nýstárlegan hátt með aðferðum list- og verkgreina. Verkefnastjó

Verkefnið er þáttur í innleiðingu nýrrar Menntastefnu Reykjavíkurborgar – Látum draumana rætast.

Verkefni nemenda Seljaskóla eru í Hafnarhúsi en það eru flest allir nemendur í 4., 5., 6. og 7. bekk ásamt þeim nemendum sem eru í textílhönnun, vali á unglingastigi.

Sjá nánar um sýninguna á síðu Listasafns Reykjavíkur

Á síðu Barnamenningahátíðar má svo sjá dagskrá hátíðarinnar og myndir frá sýningunni.