Skip to content

Stóra upplestrakeppnin

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Seljakirkju fimmtudaginn 11. mars 2021 og var hátíðleg að vanda.

Þeir Nökkvi Steinn Hafsteinuson og Lúkas Myrkvi Gunnarsson tóku þátt fyrir hönd Seljaskóla og stóðu sig afar vel.

 

 

 

María Kristveig Dagsdóttir og Hrafndís Hanna Halldórsdóttir sáu um tónlistaatriði fyrir hönd skólans.

 

 

 

 

 

 

Anna Lára Hansen umsjónarkennari og Stella Stefánsdóttir sem þjálfaði meðal annars keppendur voru mættar til að styðja við sitt fólk.

Keppnin skiptist í tvo hluta, ræktunarhluta og keppnishluta.

Ræktunarhlutinn er sá hluti upplestrarkeppninnar sem mestu máli skiptir. Hann miðast við tímabilið frá degi íslenskrar tungu fram í lok febrúar. Á þessu tímabili er lögð sérstök rækt við vandaðan upplestur og framburð í hverjum bekk. Lögð hefur verið áhersla á að íslensku máli væri jafnan nokkur sómi sýndur við upphaf keppninnar í 7. bekk, og þá gjarnan fengnir verðlaunahafar frá fyrra ári til að lesa upp. Þær vikur í skólunum, sem helgaðar eru vönduðum upplestri, eru alfarið í höndum kennara.

Hátíðarhlutinn er það sem kalla mætti hina eiginlegu „keppni“. Hann er í tvennu lagi. Annars vegar er upplestrarhátíð í hverjum skóla í lok febrúar þar sem tveir til þrír nem­endur eru valdir til áframhaldandi þátttöku í keppninni fyrir hönd skólans. Hins vegar er lokahátíð í héraði, sem haldin er í góðum samkomusal í byggðarlaginu í mars. Þar koma saman fulltrúar skólanna í héraðinu, einn, tveir eða þrír úr hverjum skóla, og lesa ljóð og laust mál sem þeir hafa undirbúið vandlega.

Hafa ber í huga að „keppnin“ er í raun aðeins formsatriði, nokkurs konar staðfesting á þeim árangri sem náðst hefur í skólastarfinu, og því miklu meir í ætt við uppskeruhátíð. Ekki skiptir máli hver sigrar, heldur það að tekist hafi að virkja nemendur til að vanda upplestur sinn um veturinn.

Skólarnir sjá sjálfir um þá þætti keppninnar sem fram fara í skólunum en skólaskrifstofur hafa umsjón með lokahátíð keppninnar í héraðinu. (af heimasíðu Radda http://upplestur.hafnarfjordur.is/)