Skip to content

Korku saga

Fyrir vetrarfrí unnu nemendur í 10. bekk lokaverkefni í Korku sögu eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Nemendur unnu saman tveir og tveir, fengu úthlutað einum kafla og áttu að útbúa myndasögu úr kaflanum. Eins sjá má var útkoman hreint stórkostleg og fóru myndinar upp á vegg í húsi 2 nú í vikunni.

Íslenskukennarar urðu svo montnir af nemendum sínum að þeir ákváðu að senda smá texta og myndir af verkefnunum til höfundarins. Vilborg varð svo hrifin af vel unnum myndasögunum að hún bað um leyfi til að birta þær á Fésbókarsíðu sinni og að sjálfsögðu veitt nemendur það leyfi góðfúslega. Vilborg talaði um hversu gaman væri að sjá ólíka túlkun á bókinni og bað fyrir hlýjar kveðjur og vildi koma því til nemenda hvað hún væri hrifin af verkum þeirra.

Unglingarnir í Seljaskóla eru klárlega flottastir!