Skip to content

Stærðfræði, útivera, hreyfing og listir

Það var gaman að rölta út í haust og sjá áhuga og elju nemenda í 2. bekk en þeir voru úti ásamt kennurum sínum Fríðu og Sigrúnu. Þar var verið að vinna með mælingar t.d. stór skref og hænufet. Einnig voru þau að læra um tré, m.a. af hverju fella tré laufin. Að lokum söfnuðu þau margskonar tegundum af laufum sem verður unnið með í verkefnum og listaverkum.