Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Það er árleg hefð að taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ hér í Seljaskóla og það gerðum við 9. október síðastliðinn. Ólympíuhlaupið sem hét áður Norræna skólahlaupiðer búið að vera árlegur viðburður frá 1984 á Íslandi. Með hlaupunum er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Að þessu sinni hlupu nemendur Seljaskóla 1762,5 km sem er 439,5 km. lengra en þjóðvegur 1 eða hringferð um Ísland.

239 nemendur hlupu 2,5km
227 nemendur hlupu 5km
3 nemendur hlupu 10km

Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt.

7. bekkur hljóp að loknu samræmdu prófi í stærðfræði og hljóp Maggi skólastjóri með þeim.