Skip to content

Listrænt ákall til náttúrunnar

Þær Dagný Sif og Hrafnhildur myndlistakennari og textílkennari komu með verkefnið L.Á.N. inn til okkar eða Listrænt ákall til náttúrunnar.  Verkefnið er á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur en þar er unnið markvisst með málefni náttúrunnar með áherslu á vinnuaðferðir list- og verkgreina. Verkefnið hlaut tilnefningu til Íslensku Menntaverðlaunanna þann 5. október og má lesa sér til um þau til dæmis á vefsíðunni Skólaþróun.is

Í vetur ætla þær Hrafnhildur og Dagný ásamt umsjónarkennurum í 7. bekk að vinna verkefni tengt hafinu.

Upp á síðkastið hefur Dagný unnið skemmtilegar mandölur með nemendum sínum í 5. og 7. bekk. Þau hafa byrjað á að rannsaka nærumhverfi skólans, raðað upp fjársjóðum í fallegar mandölur sem þau síðan teikna upp og mála. Hér æfast nemendur á sama tíma í fagurfræði, myndbyggingu, speglun og hliðrun!