Skip to content

Skólahald hefst eftir stundartöflu á mánudag. 9:50 hjá 1. – 7. bekk en unglingastig mætir í valtíma 8:10!

Kæru forráðamenn.

Mánudaginn 4. maí mun kennsla hefjast samkvæmt stundaskrá í 1. – 7.bekk frá klukkan 9:50. Rútur fara yfir í Fellasel kl. 10:10 og hefst kennsla þar kl. 10:20. Tíminn um morguninn verður notaður til að gera kennslustofur klára og stilla saman strengi varðandi kennslu eftir þessa fordæmalausu tíma sem við treystum á að verði einmitt það, fordæmalausir til framtíðar.

Valgreinar í 8. – 10.bekk hefjast strax kl. 8:10 á mánudag.

Engar takmarkanir verða á skólahaldi barna og verður því öll kennsla með eðlilegum hætti, mötuneyti skólans opnar og tekur nú upp salatbar að nýju, ávaxtastund hefst á þriðjudag.  Sérstaklega munum við huga vel að sóttvörnum og þrifum.

Aðgangur að skólanum verður áfram takmarkaður. Foreldum er því bent á að hafa samband við skólann símleiðis eða með tölvupósti. Boðaðir fundir verða þó haldnir í skólanum.  Bent er á bréf sem Skóla- og frístundasvið sendi varðandi ólíka þætti skólastarfs og ætti að hafa borist í tölvupósti liðinn fimmtudag.

Við viljum þakka ykkur sérstaklega samvinnuna síðasta einn og hálfan mánuðinn og hlökkum mikið til að hitta alla nemendur okkar og einbeitum okkur að því að klára skólaárið framundan á góðan og áhrifaríkan hátt.

Með góðri kveðju,

Maggi skólastjóri.

 

 

Dear guardians.

 

On Monday, May 4, teaching will begin according to the schedule in grades 1 – 7 from 9:50. Buses leave for Fellasel at. 10:10 and teaching starts there at. 10:20. Time before 9:50 will be used to organize classrooms and to get ready for teaching after this unprecedented time, which we trust will be just that, unprecedented for the future.

Teaching in grades 8-10 will start immediately at. 8:10 am on Monday.

There will be no restrictions on the schooling of children and therefore all teaching will be normal, the kitchen at school opens and now takes up full meals, including  salad bar again, our early fruit hour starts on Tuesday. In particular,we will pay close attention intensive cleaning.

Access to the school will remain limited. Parents are therefore advised to contact the school by telephone or email. However, scheduled meetings will be held at the school. A letter sent by the School and Leisure Division regarding various aspects of schooling following Covid 19 should have been received by email by Thursday.

We especially want to thank you for your cooperation over the past month and a half and we look forward to meeting all our students and focusing on finishing the school year in a good and effective way.

Sincerely,

Principal Maggi.