Mætingar vikuna 23. – 27. mars
Kæra skólasamfélag!
Mikið erum við stolt af ykkur á þessum tímum og skólastjórnendur þakka kveðjurnar og fallegu orðin frá ykkur. Þau ylja í annríkinu.
Við höldum ótrauð áfram og hafa nú allir forráðamenn fengið póst um skipulag næstu viku. Við gerum enn ráð fyrir að nemendur mæti annanhvern dag – en á þessum óvissutímum geta hlutirnir breyst hratt. Ef fella þarf niður kennslu með stuttum fyrirvara fáið þið tölvupóst og sms þar um. Yngri bekkir eru í forgang um skólavist á þá eldri.
Ef einhver fékk ekki póst frá okkur varðandi skipulag næstu viku má hann gjarnan senda mér tölvupóst á netfangið bara.birgisdottir@rvkskolar.is
Gangi ykkur vel í komandi viku
Kveðja, skólastjórnendur