Vegna samkomubanns og takmarkanir á skólastarfi
Kæru foreldrar
Vegna samkomubanns sem heilbrigðisráðherra setti og tekur gildi aðfaranótt mánudags ætlum við að fella niður síðustu kennslustund hjá 6. – 10. bekk í dag, það er nemendur fara heim 13:30 en það er gert til að starfsfólk skólans nái að funda um þá nýju stöðu sem samkomubann og takmörkun á skólastarfi grunnskóla setur okkur í.
Það er ljóst að margar spurningar varðandi útfærslur vakna varðandi skólagöngu barna ykkar hér í Seljaskóla. Á þessari stundu höfum við ekki svörin en biðjum ykkur að fylgjast vel með upplýsingum frá okkur.
Um helgina verður fundað og skipulagt og fáið þið póst frá okkur á sunnudaginn.
Kveðja, skólastjórnendur Seljaskóla