Skip to content

Fulltrúar okkar í lokakeppninni

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldin hjá 7. bekk í dag fimmtudaginn 5. mars. Níu nemendur úr 7. bekk lásu  valinn texta og sjálfvalið ljóð fyrir nemendur úr 6. og 7. bekk.  Keppendur stóðu sig allir með mikilli prýði og val dómara því erfitt. Eftirtaldir nemendur voru valdir til að vera fulltrúar okkar á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar, Viktor Axel Matthíasson og María Kristinsdóttir. Til vara verður Eygló Kristinsdóttur. Verðlaunahafarnir þrír fengu  bókagjöf frá foreldrafélagi Seljaskóla. Við óskum nemendum okkar alls hins besta í lokakeppninni sem haldin verður í Seljakirkju fimmtudaginn 12. mars kl. 16.00