Skip to content

Seljaskóli fékk í dag hvatningaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Seljaskóli fékk í dag hvatningaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur en þau eru veitt fyrir nýbreytni og gróskumikið fagstarf.

Seljaskóli hlaut verðlaun fyrir verkefnið Bangsa-gistipartý og Bókaskjóður á skólabókasafninu. Dröfn Vilhjálmsdóttir bókasafnsfræðingur á heiðurinn af því skemmtilega verkefni en hún hefur farið óhefðbundnar leiðir að því að efla yndislestur. Yngri nemendum var boðið að koma með bangsana sína í gistipartý á skólasafninu þar sem bangsarnir upplifðu ýmislegt sem var skráð og myndað. Dröfn hefur einnig útbúið 40 veglegar bókaskjóður með bókum og fylgihlutum með það að markmiði að efla lestraráhuga og orðaforða nemenda.

Bókasafn Seljaskóla er á Facebook en þar má m.a. finna myndir af uppátækjum bangsanna þessa fjörugu gistinótt.

Myndin af þeim Dröfn og Magnúsi er fengin af Facebook síðu skóla- og frístundasviðs.