Skip to content

Foreldradagur framundan

Komið þið sæl

Þriðjudaginn 28. janúar er foreldradagur í Seljaskóla. Þá mæta nemendur með foreldri/foreldrum í viðtal við umsjónarkennara. Foreldrar þurfa að skrá sig á tíma gegnum Mentor.is og má á youtube finna leiðbeiningar um hvernig það er gert.

Íþróttakennarar, list- og verkgreinakennarar, sérkennarar og tungumálakennarar eru við þennan dag og er hægt að koma við hjá þeim til að ræða námið.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Kennarar og stjórnendur Seljaskóla