Skip to content

Jólaskemmtanir 1. – 7. bekkjar föstudagurinn 20. desember

Föstudagurinn 20. desember er skertur skóladagur, þ.e. nemendur mæta í skólann sem hér segir:

4.  og 5. bekkur kl. 9.30- 11.00  Nemendur mæta í heimastofur og fara síðan í Ask. Þar verður skemmtidagskrá og gengið verður í kringum jólatré. Að því loknu verða stofujól í heimastofu. Sparinesti.

6.  og 7. bekkur kl. 9.00- 11.00 Nemendur mæti í anddyri íþróttahúss kl. 9.00. Rútur leggja af stað kl. 9.10 í Fellasel. Kl. 9.30  verða stofujól og síðan sameiginleg dagskrá 6. og 7. bekkja Seljaskóla. Sparinesti.

1., 2. og 3. bekkur kl. 11.00-12.30  1. bekkur mætir í Hús 2, stofur 21, 22, 24 og 25.  2. og 3. bekkur mæta í heimastofur kl. 11.00 og fara þaðan í Bláberið. Þar verður dagskrá  í umsjón 3. bekkjar. Jólatrésskemmtun verður síðan í Aski. Gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinar mæta á staðinn kl 11.30.  Að henni lokinni verða stofujól í heimastofu. Sparinesti.
Gæsla verður eftir stofujól fyrir þá nemendur sem eru í Vinaseli og Regnboga

3. janúar föstudagur. Skólastarf hefst eftir jólafrí skv. stundaskrá.