Skip to content

Sáttardagur 8.nóvember

Árlegur Sáttardagur í Seljaskóla verður föstudaginn 8. nóvember. Þetta er skertur skóladagur  skv. skóladagatali. Hann hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 12.00.  Þennan dag  vinna allir nemendur skólans saman þvert á árganga að fjölbreyttum verkefnum í anda SÁTTarinnar þ.e. nemendur allt frá  1. – 10. bekk eru saman í hóp.

Þema dagsins er: Samskipti í anda Sáttarinnar. Þetta er jafnframt dagur gegn einelti. Öllum nemendum skólans er skipt upp í hópa sem bera heiti heimsálfa  og færast þeir milli hópa innan hverrar heimsálfu.

Sáttardagurinn hefur alltaf verið einn af skemmtilegustu skóladögum ársins og ánægjulegt að fylgjast með nemendum á öllum aldri vinna saman.