Skip to content

Breyting á skólasetningardegi í 2. og 3. árgangi.

Nú er allt á fullu í lokafrágangi í húsum 9 og 10 sem verða heimastofur nemenda í 2. og 3.árgangi nú í vetur.  Síðustu handtökin geta oft tekið lengri tíma en áætlað og því miður hafa lokaframkvæmdirnar aðeins dregist eilítið.

 

Því hefur verið tekin ákvörðun um að breyta fyrirkomulagi skólasetningar í þessum árgöngum.  Í stað þess að nemendur mæti kl. 8:30 og séu allan skóladaginn eru nemendur boðaðir eingöngu í skólasetningu og stundatöfluafhendingu í Ask, mat- og samkomusal skólans.

 

Nemendur í 2.bekk mæta kl. 10:00 ásamt umsjónarkennurum og skólastjórnendum.

Nemendur í 3.bekk mæta kl. 10:30 ásamt umsjónarkennurum og skólastjórnendum.

 

Skóli hefst svo samkvæmt stundatöflu hjá báðum árgöngum föstudaginn 23.ágúst.

 

Okkur þykir afskaplega leitt að þetta hafi komið upp og að fyrirvarinn sé svo stuttur, en við það var því miður ekki ráðið, ég ítreka að hér er verið að vinna með hagsmuni barnanna að leiðarljósi!

 

Forráðamenn eru að sjálfsögðu velkomnir ásamt börnum sínum á morgun en ítrekað er að á morgun verður viðveran í skólanum aðeins er nemur skólasetningu og stundatöfluafhendingu hjá, u.þ.b. hálftíma athöfn.

ATH! Skólasetning í 4. – 10.bekk er með áður auglýstum hætti, þ.e. fullur skóladagur.