Skip to content

ÁFRAM SELJASKÓLI

Í dag er fyrsti dagur uppbyggingarstarfs í Seljaskóla eftir atburði helgarinnar. Samheldið starfsfólk og heill her sérfræðinga hefur unnið hörðum höndum að því í dag að undirbúa skólann fyrir nemendur og loka af þeim svæðum skólans sem byggja þarf upp. Jafnframt er unnið að því að finna þeim árgöngum sem misstu kennslustofurnar sínar í brunanum samastað og það hefur gengið mjög vel.

Yfir okkur hefur rignt stuðningskveðjum en ekki síst hafa hér um bil allar stofnanir, samtök og skólar í Breiðholti boðið okkur aðstoð eða hýsingu. Það er ólýsanlega gott að finna samhuginn og stuðningsnetið í kringum okkur og við sendum okkar bestu þakkir til allra frábæru nágranna okkar í Breiðholtinu!

Nánari upplýsingar verða sendar til forráðamanna seinna í dag varðandi fyrirkomulag næstu daga.

Við viljum leggja áherslu á að nú vinna utanaðkomandi sérfræðingar, starfsfólk skóla- og frístundasviðs, ásamt starfsfólki Seljaskóla, markvisst að aðgerðaráætlun með það að markmiði að nemendur okkar séu algjörlega öruggir. Unnið er eins hratt og auðið er og við þökkum sýndan skilning og þolinmæði.

ÁFRAM SELJASKÓLI! ❤