Skip to content

Skólahald Seljaskóla fellur niður á morgun – mánudaginn 13. maí

Líkt og vart hefur orðið í fréttum þá kviknaði eldur í Seljaskóla um miðnættið síðastliðið og stóð slökkvistarf vegna hans yfir allt þar til kl. 13 í morgun.

Eldur kom upp í millilofti á húsi 4 þar sem umsjónarstofur 7.bekkja og tveggja 6.bekkja eru.  Snarræði slökkviliðs varð til þess að ekki fór eldur víðar um húsið og ber að þakka þeim sín frábæru störf á vettvangi í nótt.

Nú þegar frumgreining hefur orðið á tjóni er ljóst að gríðarlegt tjón hefur orðið í húsi 4 vegna elds, reyks og vatns.  Auk þess hefur vatn flætt um nýjustu álmu skólans, hús 8, 9 og 10.  Eftir að hafa ráðfært mig við lögreglu, slökkvilið og hreinsunarteymi á þeirra vegum hefur verið tekin ákvörðun um að fella allt skólastarf niður í Seljaskóla á morgun, mánudaginn 13.maí.  Verður dagurinn nýttur hjá starfsfólki til þess að þrífa allt skólahúsnæðið og bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi í húsnæðismálum.