Skip to content

Skjátími

Foreldrafélög grunnskólanna í Breiðholti áttu frumkvæði að gerð síðunnar www.skjatimi.is og bjuggu til segul þar sem koma fram leiðarljós vegna skjátíma. Seglar fóru til allra grunnskólabarna Reykjavíkur. Einnig vann verkefnið hvatningaverðulaun Reykjavíkur fyrir framsækið grunnskólastarf.

Leiðarljósin um skjátíma voru afhent nemendum Seljaskóla fyrir páska og ættu að hafa borist heim. Við hvetjum ykkur til að skoða þau með barninu ykkar.