Framhaldsskólakynning í Seljaskóla

Framhaldsskólakynning í Seljaskóla fimmtudag 8. mars kl. 17:00 – 18:00

Nemendum í 10.bekk í Breiðholti og foreldrum þeirra er boðið á kynningu á námsframboði framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúar framhaldsskólanna koma í Seljaskóla og kynna námsbrautir skólanna.

Við viljum hvetja nemendur og foreldra þeirra til að nýta sér þetta tækifæri til að kynna sér þær fjölbreyttu námsleiðir framhaldsskólanna sem í boði eru.

Prenta | Netfang

Lestrarátak

Lestrarátak Ævars vísindamanns er hafið og mun standa út febrúar! 👨‍🔬📚

Nemendur í 1.-10. bekk geta tekið þátt með því að lesa þrjár bækur. Það mega vera hvaða bækur sem er, á hvaða tungumáli sem er, hljóðbækur eða hlustun á upplestur úr bókum. Útfylltum miða er svo skilað á skólasafnið. Fimm heppnir krakkar verða dregnir út og verða persónur í ofurhetjubók Ævars sem kemur út í vor. Í Seljaskóla verða jafnframt veitt hvatningarverðlaun til þeirra nemenda sem lesa mest í átakinu. Þeir sem skila inn miða fá líka að stilla sér upp sem ofurhetja og fá mynd af sér á frægðarvegginn á bókasafninu!  Á skólasafninu er hægt að finna út ofurhetjunafnið sitt, ofurhetjukraftana sína og bera saman hæðina sína við hæð annarra ofurhetja! Áfram lestur!

Superman Mobile

Prenta | Netfang

Tvær stúlkur í 10. bekk gáfu skólanum listaverk

 

Hugarfostur

Þær Hanna Mae Isorena Guðjónsdóttir og Hólmfríður Erla Davíðsdóttir, nemendur í 10. MA hafa verið  í þrívíðri hönnun í vali hjá Dagnýju Sif Einarsdóttur, myndlistarkennara. Þær komu færandi hendi til skólastjórnenda og gáfu skólanum verk sem þær unnu nú á haustönninni undir stjórn Dagnýjar. Þær kalla verkið Sofðu unga ástin mín og sýnir það ungabarn  sem liggur á handlegg. Við þökkum listamanninum og Dagnýju kennara kærlega fyrir þetta fallega verk og hefur því verið komið fyrir í sýningarskáp á gangi skólans.

Prenta | Netfang

SÁTTardagurinn 8.nóvember

Árlegur Sáttardagur í Seljaskóla verður miðvikudaginn 8. nóvember. Þetta er skertur skóladagur sem hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 12.00.  Þennan dag  vinna allir nemendur skólans saman þvert á árganga að fjölbreyttum verkefnum í anda SÁTTarinnar þ.e. nemendur allt frá  1. – 10. bekk eru saman í hóp.

Þennan dag er ekki morgungæsla fyrir kl. 9:00 fyrir börnin í 1. 2. og 3. bekk en þau börn sem eru í frístundaheimilinu Vinaseli eða Regnboganum  verða í gæslu eftir Sáttardaginn þar til þau fara í frístundaheimilið. Allir nemendur í 1. – 4. bekk eiga að fara í stofu umsjónarkennara sinna kl. 12.00 þegar Sáttardegi lýkur. Þá hefst gæslan en þeir fara heim sem ekki eiga að fara í gæsluna.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm