Viðhorfskönnun foreldra

Gleðilegt sumar!

Viðhorfskönnun foreldra

Viðhorfskönnun foreldra var lögð fyrir í febrúar og mars mánuði 2018. Framkvæmdin var í höndum skóla – og frístundasviðs. Úrtak sem var tekið úr hverjum skóla endurspeglar fjölda barna í árgangi og kynjadreifingu í skólanum. Aðeins ein könnun var send á hvert heimili.

Fyrir hverja spurningu er reiknuð einkunn á bilinu 1 til 5 og er hærri einkunn alltaf jákvæðari niðurstaða. Einkunnin er lituð svo auðveldara sé að átta sig á niðurstöðunum í fljótu bragði. Grænn gefur til kynna einkunnina 4 eða hærra, gulur einkunnina 3 til 4 og rauður lægri en 3.

Bakgrunnsgreyturnar eru skólastig og kyn. Til að tryggja að enginn leið sé að rekja svör til einstakra þátttakenda birtast niðurstöðurnar ekki eftir bakgrunnsbreytum ef færri en 5 eru í hópi. Þá er hægt að skoða svör skólans í samanburði við Reykjavík í heild. Ef músinni er haldið fyrir ofan hverja súlu sést textinn allur, einkunn fyrir skólann og fyrir Reykjavík í heild.

https://qlikqap.reykjavik.is/single/?appid=8106c220-721a-45b2-8a1f-104906d8a490&sheet=84d57025-a08e-406a-8855-4bef2f6d5bad&bookmark=ef2f7162-4b68-4603-868d-636c98425f59&select=clearall&opt=noselections

Prenta | Netfang

Skólaslit

Skólaslit 10. bekkja verða í Seljakirkju miðvikudaginn 6. júní kl. 18.00.

 

Skólaslit 1.- 9. bekkja  fimmtudaginn 7. júní.

                       

   Bekkur                   Heimastofa                Askur

1.-3. bekkur                kl. 9.00                        kl. 9.30

4.-5. bekkur                kl. 9.30        fara svo beint í Ask

6.-7. bekkur                kl. 10.00     fara svo beint í Ask               

8.-9. bekkur                kl. 10.30     fara svo beint í Ask              

Prenta | Netfang

Skipulagsdagur 25.maí

Föstudagurinn 25.maí er skipulagsdagur í skólanum.

Á skipulagsdögum er ekki kennsla heldur vinna kennarar að sameiginlegum verkefnum, sitja námskeið, samráðsfundi o.s.frv.

Prenta | Netfang

NÝSKÖPUNARKEPPNI GRUNNSKÓLANNA

31781790 10155206853281097 5972366429855416320 n

Nú er Nýsköpunarkeppni grunnskólanna lokið og komust þrír nemendur úr Seljaskóla áfram í keppninni. Nú er Nýsköpunarkeppni grunnskólanna lokið og komust þrír nemendur úr Seljaskóla áfram í keppninni. Að þessu sinni valdi dómnefnd þær Karen Óttarsdóttur (6.bekk), Valborgu Lilju Gunnarsdóttur og Ásthildi Unu Jónsdóttur (5.bekk) í úrslit. Þeim er boðið að fullvinna hugmyndirnar sínar í vinnusmiðju sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík dagana 24. og 25. maí. Lokahóf og sýning á verkum nemenda er 26. maí.Nánar er hægt að lesa um keppnina á http://ww.nkg.is
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og aðstendur hennar þakka öllum sem tóku þátt fyrir úrval af stórkostlegum hugmyndum. sem bárust í keppnina.

Prenta | Netfang

Lukkulesturinn er í fullum gangi í Seljaskóla.

30706534 1932850177027136 5671741676579313820 n

Það er gaman að segja frá því að langvinsælasti vinningurinn í lukkulestrinum er fríkortið á bókasafnið. Með því að vinna fríkort gefst nemendum tækifæri á að dvelja á bókasafninu í 20 mínútur í frjálsum tíma. Þetta finnst flestum nemendum svo stórkostlega eftirsóknarverð verðlaun að einn nemandi í 4. bekk spurði hvort þessi kort væru ekki bara til sölu, hann væri tilbúinn að greiða hátt verð fyrir slíka gersemi! :)

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm