Prenta |

Aðalfundaboð

 Aðalfundur foreldrafélags Seljaskóla

 

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 31. maí í hátíðarsal skólans kl. 20:00 til 22:00

Dagskrá fundarins:

20:00-20:45

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningur félagsins
  3. Kosning í stjórn
  4. Kosning í skólaráð
  5. Önnur mál

Foreldrar eru hvattir til að gefa kost á sér í stjórn foreldrafélagsins!

Þeir sem ekki komast á aðalfundin en hafa áhuga á að bjóða sig fram geta sent tölvupóst á netfangið  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hlé – veitingar

21:00-22:00

Fyrirlestur: Páll Ólafsson, félagsfræðingur.

Jákvæð samskipti foreldra og barna. Meðal efnis er uppeldi, barnavernd og netnotkun.  Skemmtilegur, áhugaverður og lifandi fyrirlestur.

Skólastjórnendur verða á fundinum og svara spurningum foreldra ef einhverjar eru

Fundi slitið 22:00

Við hvetjum alla foreldra til að mæta og sýna þannig samstöðu og stuðning við gott félagsstarf í skólanum.

Stjórn foreldrafélags Seljaskóla

Prenta |

Skipulagsdagur 27.maí

Föstudaginn 27.maí er skipulagsdagur organisation day / Dzien organizacyjny kennara og frí hjá nemendum.

Prenta |

Endurvinnsla í hæsta gæðaflokki

13310335 506890472852468 8101927866515924141 n Mobile

Fyrir nokkrum dögum sá Dröfn bókasafnsfræðingurinn okkar fram á að þurfa henda Íkea borðinu sem var hér á safninu, það var að liðast í sundur. Þá kom Andri í 6. bekk og spurði hvort hann mætti reyna að laga það. Á nokkrum dögum gerði hann betur en svo. Hann endurhannaði borðið svo það hentaði safninu mun betur, með t. d. hólfi fyrir bækur, og hreinlega smíðaði það upp á nýtt!  Þetta gerði hann einsamall með aðeins örlítilli aðstoð smíðakennarans. Algjör snillingur og bókasafnsfræðingurinn er í skýjunum yfir þessari flottu viðbót við safnið!

13254189 506890476185801 1050326718817678020 n Mobile       13307505 506890499519132 4060606930876339813 n Mobile

Prenta |

Seljaskólanemendur á Norðurlandamóti

Aðfaranótt sunnudags flugu fjórir nemendur 8.bekkjar í Seljaskóla til Finnlands þar sem þau fóru að keppa með reykvískum jafnöldrum sínum á norðurlandamóti höfuðborga.  Við erum auðvitað afskaplega stolt af þessu íþróttaafreksfólki okkar og óskum þeim góðs gengis næstu daga.

Nemendurnir eru frá vinstri: Róbert Andri Ómarsson (knattspyrna), Elín Rósa Magnúsdóttir (handbolti), Guðlaug Embla Hjartardóttir (handbolti) og Fanney Rún Ólafsdóttir (frjálsar íþróttir).

Prenta |

5.bekkur í Borgarleikhúsið

Þann 9. maí s.l. fór 5. bekkur í heimsókn í Borgarleikshúsið. Þar var tekið vel á móti hópnum og fengu nemendur leiðsögn baksviðs. Að lokum sáu þau sýninguna Hamlet litli.