Bleiki dagurinn

DSC 0162 Mobile

IMG 0083 Mobile

Í dag 14. október var bleikur dagur hér í Seljaskóla en október er ár hvert mánuður Bleiku slaufunnar, árverknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að klæðast bleiku í tilefni dagsins og sýna þannig stuðning í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Þeir sýndu hann svo sannarlega eins og sjá má á eftirfarandi myndum.

IMG 0072 Mobile

Prenta | Netfang

Hausthátíð Seljaskóla 2016

Kæru nemendur, forráðamenn, starfsfólk Seljaskóla…já bara allir þeir íbúar í Seljahverfi sem hafa á því áhuga.

Seljaskóli, í samstarfi við foreldrafélag skólans býður til hausthátíðar næstkomandi föstudag – þann 16. september milli kl. 15:30 og 17:30.

Dagskrá má nálgastr

 

 

 

Prenta | Netfang

Námskynningar fyrir foreldra

10. bekkur           25. ágúst            Kl. 8.30 - 9.30     Askur

  9. bekkur           29. ágúst            Kl. 8.30 - 9.30     Askur

  8. bekkur           30. ágúst              Kl. 8.30 - 9.30     Askur                  

   5. bekkur           2. september        Kl. 8.30 - 9.30     Bláberið

  4. bekkur           5. september        Kl. 8.30 - 9.30     Bláberið

  3. bekkur           6. september        Kl. 8.30 - 9.30     Bláberið    

  2. bekkur           7. september        Kl. 8.30 - 9.30     Bláberið

  7.bekkur            9. september        Kl. 8.30 - 9.30     Bláberið    

 6. bekkur           9. september        Kl. 8.30 - 9.30     Askur 

  1. bekkur            8. september       Kl. 8.30 - 9.30     Bláberið

Gæsla verður í boði fyrir nemendur í 1.-3. bekk í heimastofum þeirra á námskynningardaginn. Kennsla fellur niður til 9:50 hjá 4., 5., 6. bekk. og 9. ÓL. Aðrir nemendur fá kennslu/fjarnám.

Prenta | Netfang

Fyrsti skóladagurinn í 2.-10.bekk

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í 2.-10.bekk

Skólastarf í 2.-10.bekk Seljaskóla hefst mánudaginn 22. ágúst kl. 08:30.  Umsjónarkennarar taka á móti nemendum. Dagurinn er fullur skóladagur og hafa nemendur því með sér skólatöskurnar og ritföng.

Nemendur eiga að koma kl. 08:30 á eftirfarandi staði:

2.bekkur :  hús 9

3.bekkur:  hús 10

4.bekkur:  Miðrými í húsi 6 við stofur 64, 65 og 66

5.bekkur:  Askur/hátíðarsalur skólans

6.bekkur:  Miðrými í húsi 4 við stofur 44, 45 og 46

7.bekkur:  Heimastofur 41, 42 og 43. Nýir nemendur eiga að fara í stofu 41

8.bekkur:  Miðrými í húsi 2

9.bekkur:  Miðrými í húsi 3

10.bekkur: 10.AM stofa 25, 10.HB stofa 21, 10.VJ stofa 73

 

Hlökkum til að starfa með ykkur

skólastjórnendur

Prenta | Netfang

Nýnemar Seljaskóla 2.-10.bekkur

Á morgun, 19.ágúst kl 11:30, munum við taka sérstaklega á móti nýjum nemendum og forráðamönnum þeirra í hátíðarsal skólans, Aski.  Þá munu nemendur hitta umsjónarkennara, fá leiðsögn um skólann og fræðast um skólastarfið.

Hlökkum til að sjá ykkur

Kær kveðja,
skólastjórnendur Seljaskóla 

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm