Starfskynning á Landspítalann við Hringbraut

 


15322489 10211112465398482 1072311098 o15292718 10211112465918495 285190515 o  15319379 10211112466198502 1550408405 n

    

Starfskynning á Landspítalann við Hringbraut

Nemendum í 10. bekk býðst í samráði við náms- og starfsráðgjafa skólans að fara í eina starfskynningu hver í vetur. Fyrsti hópurinn fór 29. nóvember á Landspítalann við Hringbraut. Þar fengu nemendur kynningu á störfum sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, lækna, geislafræðinga og lífeindafræðinga. Gaman er að segja frá því að nemendur fengu sérstakt hrós fyrir kurteisi og flotta framkomu á kynningunni.

Prenta | Senda grein

Íslenskuverðlaun

Íslenskuverðlaun unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík voru veitt við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Verðlaununum er ætlað að efla áhuga nemenda á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara á sviði tjáningar, talaðs máls og ritaðs.

Í ár tilnefndi Seljaskóli eftirtalda  nemendur til þessara verðlauna. Hera Sjöfn Atladóttir 4. bekk fyrir jákvæðni og vinnusemi og einstaka hæfni í íslensku, hvort sem er í ræðu eða riti. Saga Guðrún Ólafsdóttir 7. bekk fyrir að vera afburðarnemandi í íslensku, hvort sem um er að ræða málfæði, ritun, stafsetningu eða lesskilning. Freyja Sóldís Guðlaugsdóttir  10. bekk fyrir einstaklega gott vald á íslenskri tungu, mikinn orðaforða, góðan lesskilning og persónulegan ritstíl.

Íslenskuverðlaunin voru að þessu sinni í formi verðlaunaskjals og bókagjafar. Þá verður verðlaunahöfum einnig boðið til móttöku í Gunnarshúsi, aðsetri Rithöfundasambands Íslands, til fundar við höfunda barna- og unglingabóka. Við í Seljaskóla óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur

 

Prenta | Senda grein

Norðurljósaverkefni 7.bekkjar

Prenta | Senda grein

Fleiri greinar...

STRV Fyrirmyndarstofnun 2015-01

Graenfaninn sm